KAABER HEIMA
Prógrömin eru tvenns konar – annars vegar Prógram 1 sem er byggt þannig upp að það eru 3 styrktaræfingar í viku, 2 hlaupaæfingar (sem er hægt að gera bæði sem lengra komin eða algjör byrjandi, jafnvel sem göngutúr) og svo ein róleg teygjuæfing. Hins vegar er það Prógram 2 sem er byggt upp þannig að það eru 2 styrktaræfingar í viku, 1 hlaupaæfing og 1 teygjuæfing.
Við stigvaxandi aukum álagið og leggjum áherslu á góða líkamsbeitingu og að kynnast sínum líkama og hvað hann getur gert.
Styrktaræfingarnar eru samblanda af allskonar æfingum, flestar gerðar með eigin líkamsþyngd, sem bæði styrkja líkamann og fá púlsinn upp. Það eru nokkrar æfingar sem gera ráð fyrir mini band teygju og sippubandi en ef það er ekki til eða þú getur ekki sippað þá eru gerðar aðrar æfingar í staðinn. Ég mæli síðan með því líka, sérstaklega þegar líður á, að eiga eina þyngd af ketilbjöllu eða handlóði, en það er þó alls ekki nauðsynlegt, það er alltaf hægt að nota það sem er til á heimilinu til að þyngja æfingar.
Hlaupaæfingarnar byrja mjög rólega, þar sem skipst er á að hlaupa og ganga til skiptis og flestar æfingarnar eru interval æfingar þar sem við hlaupum og göngum til skiptis. Með þessari aðferð erum við fljót að ná þolinu upp í hlaupunum. Ef þú vilt ekki eða getur ekki hlaupið þá legg ég til göngutúr, hjólatúr, fjallgöngu, sundferð eða einhverja hreyfingu sem á sér stað utandyra í staðinn. Við viljum fá súrefnið í lungun sem oftast á meðan við hreyfum okkur.
Teygjuæfingarnar eru svo settar upp með það í huga að reyna að halda ákveðnum stöðum í 1-3 mínútur, lengja vöðvana og fá góða slökun.
Öll samskipti er varða æfingar fara fram í gegnum vefsíðuna eða appið sem þið notið til þess að nálgast æfingarnar, – en allar æfingar eru linkaðar myndböndum þar sem ég sýni framkvæmd og útskýri
Sigríður Margrét mun svo sjá um verkefni sem tengjast sjálfsmyndinni og sjálfstrausti. Vikulega mun hún setja inn pistla varðandi ýmislegt sem viðkemur sjálfstraustinu og hvernig við getum styrkt það. Í kjölfarið á pistlunum mun hún setja fram verkefni sem þátttakendurnir leysa og deila svo ef þeir vilja, annaðhvort með hópnum eða með Sigríði.
Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist og vonumst til þess að sem flestar verði virkar í hópnum.
Samskipti hópsins fara fram í gegnum facebook grúppu. Ég mun svo reglulega senda inn fróðleik, hvatningu til að halda ykkur á sporinu og fara yfir markmiðasetningu.
Við viljum að þið náið árangri, við viljum að hreyfing verði partur af ykkar daglegu rútínu. Við viljum að hugsunarhátturinn gagnvart hreyfingu og mataræði sé heilbrigður og feli ekki í sér neinar refsingar eða skammir. Við viljum að þið talið jákvætt og fallega um ykkur sjálfar og að þið öðlist meira og betra sjálfstraust til að takast á við öll þau verkefni sem lífið býður ykkur upp á.
Hópurinn er hugsaður fyrir stelpur sem hafa gaman af lífinu, hafa gaman af því að hreyfa sig, eru metnaðarfullar fyrir sjálfum sér og geta hvatt aðrar konur í sömu stöðu til að gera vel og enn betur.
Verðið fyrir prógramið er 15.990 kr mánuður eða 13.990 kr á mánuði ef þú skuldbindur þig í 3 mánuði.