fbpx

Grótta GYM

Kaaber – Þjálfun fer fram í fyrsta flokks styrktaraðstöðu í íþróttahúsi Gróttu. 

Aðstaðan er til fyrirmyndar og býð ég upp á styrktar- og þrekþjálfun í formi hópþjálfunar, einkaþjálfunar og mömmutíma.
 
Markmiðið með allri minni þjálfun er að styrkja einstaklinga. Styrkja bæði líkamann og sjálfstraustið með því að finna að þú getur alltaf gert meira en þú heldur.
 
Þjálfunin mín er fyrir fólk sem:
🔸Vill hreyfa sig og hafa gaman af því
🔹Vill stunda markvissar styrktaræfingar og bæta þolið
🔸Vill geta notið þess að hreyfa sig án þess að vera að fókusa á útlitið, buxnastærðina eða þyngdina.
🔹Vill hreyfa sig til þess að lifa heilbrigðu lífi og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða
🔸Hlakkar til að mæta á æfingar og taka vel á því.
 

Í þjálfun býð ég upp á 4 konar þjálfunarleiðir:

Hópþjálfun 

Í hópþjálfun legg ég mikla áherslu á að styrkja líkamann vel og ná upp góðu þoli. Gæðaæfingar í frábærum félagsskap. Borgar 1 verð og mátt mæta í alla þá tíma merkta hópþjálfun sem henta þér.

Einkaþjálfun í litlum hóp

Einstaklingsmiðuð þjálfun þar sem allt að 6 manns æfa á sama tíma að sínum markmiðum.

Einkaþjálfun

Einstaklingsmiðuð þjálfun þar sem þú æfir ein/n með þjálfara að þínum markmiðum.

Mömmuþjálfun

Þjálfun fyrir nýbakaðar mæður sem vilja ná upp góðum styrk eftir meðgöngu og fæðingu og æfa í skemmtilegum félagsskap annarra nýbakaðra mæðra

__________________

Stundaskrá, verðskrá og skráningu má finna hér að neðan

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband á netfanginu nanna@allirflottir.is eða hér:

Nanna Kaaber – Íþróttafræðingur