fbpx

Kaaber - GYM

Prógrammið er byggt upp af 3 styrktaræfingum í viku 1 teygjuæfingu.

Við stigvaxandi aukum álagið, leggjum áherslu á góða líkamsbeitingu, að kynnast sínum líkama og hvað hann getur gert.

Styrktaræfingarnar eru byggðar upp þannig að við vinnum með eina stóra hreyfingu á hverri æfingu, hnébeygjur, réttstöðulyftu og bekkpressu og framkvæmum svo aðrar æfingar í súpersetti eða WOD-i sem styðja við styrk í þessum stóru hreyfingum og fá púlsinn aðeins upp.

Teygjuæfingarnar eru svo settar upp með það í huga að reyna að halda ákveðnum stöðum í 1-3 mínútur, lengja vöðvana og fá góða slökun.

Öll samskipti er varða æfingar fara fram í gegnum vefsíðuna eða appið sem þið notið til þess að nálgast æfingarnar, – en allar æfingar eru linkaðar myndböndum þar sem ég sýni framkvæmd og útskýri

Samskipti hópsins fara fram í gegnum facebook grúppu. Ég mun svo reglulega senda inn fróðleik, hvatningu til að halda ykkur á sporinu og fara yfir markmiðasetningu.

Ég vil að þið náið árangri, ég vil að hreyfing verði partur af ykkar daglegu rútínu. Ég vil að hugsunarhátturinn gagnvart hreyfingu og mataræði sé heilbrigður og feli ekki í sér neinar refsingar eða skammir. Ég vil að þú talir jákvætt og fallega um þig og að þú sért tilbúin að takast á við skemmtilegar og krefjandi áskoranir samhliða prógraminu.

Hópurinn er hugsaður fyrir þau sem hafa gaman af lífinu, hafa gaman af því að hreyfa sig, er metnaðarfullt fyrir sjálfu sér og getur hvatt aðra í sömu stöðu til að gera vel og enn betur.

Verðið er 16.990 kr 1 mánuður, 14.990 kr á mánuði ef þú tekur 3 mánuði, 12.990 kr á mánuði ef þú tekur 6 mánuði